Undirstaða alls
17. mars, 2022
Sæunn Magnúsdóttir

Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða velmegunar. Breyttir tímar kalla á nýja nálgun og nýjar áherslur. Á núgildandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 er að finna aðgerð B.7. Störf án staðsetningar. Verkefnismarkmiðið er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki.  Þrátt fyrir framangreinda stefnu hafa stjórnvöld sótt hart að því flytja ýmsa opinbera þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum síðustu daga að enn og aftur er hafin barátta um sýslumannsembættin og eflaust eiga slík sameiningaráform eftir að teygja sig í lögregluembættin, dómstólana og aðra þjónustu á vegum hins opinbera. Við þurfum að halda áfram að standa vörð um þau störf sem hér eru en varnarleikur einn og sér nægir ekki heldur þarf að sækja fram þar sem sóknarfæri skapast. Til að tryggja samfélagi okkar áframhaldandi velsæld og þjónustu þarf að spyrna við óhagkvæmri samþjöppun starfa á einn stað og vinna markvisst að því að nýta framfarir í tækni- og þjónustugeiranum og sækja hingað störf. Við þurfum að vinna ötullega að því að fá hingað sérfræðistörf og hafa ber í huga að sérfræðistörf eru ekki aðeins bundin við opinber störf. Við þurfum að gera það aðlaðandi fyrir einstaklinga að flytja störfin sín með sér til Vestmannaeyja og hvetja fólk sem getur unnið vinnu sína óháð staðsetningu til að velja Vestmannaeyjar. Þá þurfum við að tryggja endurnýjun í iðngreinum og hefja iðnnám í Vestmannaeyjum til vegs og virðingar. Vinnslustöðin hefur ekki látið sitt eftir liggja á því sviði og hefur boðið námsstyrki auk loforðs um starf að námi loknu sem er frábært framtak og til þess fallið að laða að ungt og duglegt fólk sem mun skjóta hér rótum. Ég tala af eigin reynslu þegar kemur að því að velja Vestmannaeyjar. Vinna eiginmanns míns er þess eðlis að hann getur búið hvar sem er í heiminum og við erum oft spurð að því hvernig okkur detti í hug að búa í Vestmannaeyjum, vindasamasta stað í Evrópu. Svarið er einfalt! Samfélagið er einstakt, náttúrufegurðin engri lík og afþreying á heimsmælikvarða. Hver myndi ekki  velja gönguferð um náttúruperlu eða tuðruferð fram yfir keilu eða Kringluferð. Að mínu mati er tími ein verðmætasta eign almennings í nútímasamfélagi. Ég fullyrði það að með búsetu í Vestmannaeyjum græði fólk tvo klukkutíma á dag sem annars færu í ferðir til og frá vinnu og aðrar útréttingar. Þessir tveir klukkutímar eru verðmætir ekki bara fyrir þig og þína heldur geta þeir stuðlað að betri lýðheilsu og almennri vellíðan þar sem þennan tíma má nýta til þess að styrkja tengsl við vini og vandamenn, næra líkama og sál eða hreinlega slaka á og njóta Eyjanna.

Sæunn Magnúsdóttir
Höfundur sækist eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst