Hákon Daði að komast á skrið

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson leikmaður Gummersbach gerir sér góðar vonir um að fá grænt ljós til þess að mega æfa á fullu á nýjan leik með samherjum sínum eftir eina til tvær vikur.

Hann staðfesti þetta í skilaboðum til handbolta.is. Hákon Daði sleit krossband skömmu fyrir síðustu áramót.

„Ég er að búast við að fá grænt ljós eftir næstu viku eða í þar næstu viku og megi þá byrja á fullu í handboltanum og vera útskrifaður af þessum meiðslum,“ sagði Hákon Daði.

Handbolti.is

Gummersbach leikur í 1. deild á keppnistímabilinu sem hefst um næstu helgi. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari liðsins.

Hákon Daði er samningsbundinn Gummersbach fram á mitt árið 2024.

 

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.