„Auðlindin okkar“ opnar vefsíðu

Vefsíðan audlindinokkar.is hefur verið opnuð. Þar má finna upplýsingar og gögn sem tengjast verkefninu Auðlindin okkar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ýtti úr vör í maí með skipan fjögurra starfshópa og samstarfsnefndar um sjávarútvegsstefnu. Verkefni hópanna SamfélagAðgengiUmgengni og Tækifæri er að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Á síðunni má finna upplýsingar um upplegg og tilgang verkefnisins, skipan starfshópa og samráðsnefndar. Einnig er að finna á síðunni yfirgripsmikið gagnasafn um sjávarútveg. Þar má nálgast gögn og fundargerðir starfshópa og samráðsnefndar, ásamt lögum, dómum, frumvörpum, álitum og úrskurðum. Jafnframt er þar að finna yfirlit yfir þá hagaðila sem starfshóparnir hafa rætt við.

Í verkefninu Auðlindin okkar er lögð áhersla á opna, þverfaglega og gagnsæja nálgun. Því eru allir þeir sem áhuga hafa hvattir til að hafa samband í gegnum síðuna eða netfangið audlindinokkar@mar.is til að koma skoðunum, upplýsingum eða spurningum á framfæri.

Vinna starfshópa og samstarfsnefndar hófst í júní og gert er ráð fyrir að endanleg afurð þeirra vinnu líti ljós sem frumvörp til Alþingis vorið 2024.

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.