Það er stór áfangi í lífi hvers manns að taka bílpróf. Eyjafréttir tóku fjóra krakka tali sem tóku bílpróf á árinu og eru meira en sátt. Meira frelsi segja þau og öll sjá fyrir sér draumabílinn.

Jason Stefánsson 

 

 

 

 

 


Fjölskylda?
Foreldrar, stjúpforeldrar, tvær systur og hundur.
Hvenær fékkstu bílpróf? 26. janúar á þessu ári.
Var spenna fyrir bílprófinu? Já og vinirnir voru líka spenntir að fara á fyrsta rúntinn þar sem ég var fyrstur af okkur að fá prófið.
 Hvernig lagðist ökunámið í þig? Ég var aldrei neitt verulega stressaður yfir náminu. Ég átti alltaf auðvelt með að skilja námið og náði báðum prófunum frekar auðveldlega. Ég lærði bara mest fyrir bóklega með því að taka æfingapróf.
Helstu breytingar við að fá bílpróf? Maður getur skotist í krónuna í nestinu í skólanum t.d. líka ef maður þarf eitthvað að skjótast í bæinn þá getur maður bara keyrt sjálfur.
Hver er draumabílinn? BMW F80 M3. 

Valdís Bylgja Elvarsdóttir 

Fjölskylda? Mamma mín heitir Kristjana Jónsdóttir, Pabbi minn heitir Elvar Páll Sævarsson, Síðan heita stjúp-foreldrar mínir Guðjón Ásgeir Helgason og Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir. Systkinin mín eru Bryndís, Bogi, Kristín Dóra, Sara Huld, Gunnar Páll, Rannveig Gígja og Jökull.
Áhugamál? Ég hef rosa mikinn áhuga á dýrum.
Hvenær fékkstu bílpróf? Ég fékk bílpróf 5 júní.
Var spenna fyrir bílprófinu? Já það var frekar mikil spenna fyrir því.
Hvernig lagðist ökunámið í þig? Það var rosa mikið stress fyrir báðum prófunum. Það fór meiri tími í að læra fyrir bóklega þar sem það var búið að tala um að það sé erfiðara.
Helstu breytingar við að fá bílpróf? Ég hef svo miklu meira frelsi, þar sem ég þar ekki alltaf að vera að biðja um að sækja mig eða skutla.
Hver er drauma bílinn? Einhver jeppi t.d. Ram, GMC eða Ford. 

Ingimar Óli Arnarsson 

Fjölskylda? Arnar Ingi og Elín Þóra.
Áhugamál? Bílar og vélar.
Hvenær fékkstu bílpróf? 25. september.
Var spenna fyrir bílprófinu? Já það var það mikil spenna að maður fór strax út að keyra loksins einn án þess að vera með mömmu eða pabba við hliðina á þér.
Hvernig lagðist ökunámið í þig? Það var alveg mjög mikil spenna, ég hugsaði að það gæti verið stressandi en ég var allavega ekki mikið stressaður. Vinnan sem fer í að fá bílpróf er ekki mikil en það er smá vinna, sérstaklega ökuskóli 3 sem er besti parturinn af náminu. Það sem mér fannst vera áhugaverðast er hversu auðveldara það er að fara upp á land til þess að hitta vini.
Helstu breytingar við að fá bílpróf? Auðveldara að komast upp á land til að hitta vini og maður þarf ekki að spyrja um far nema bara til að fara á verkstæði.
Hver er drauma bílinn? Sko drauma bíllinn væri örugglega 1995 Dodge Charger eða 2005 Subaru Impreza STI. 

Helga Björt Alfreðsdóttir  

Fjölskylda? Mamma mín heitir Guðrún Erla og pabbi minn heitir Alfreð, svo á ég þrjú eldri systkini sem heita Eygló Dís, Halldór Friðrik og Birkir Snær.
Áhugamál? Mér finnst gaman að ferðast og vera með vinum og fjölskyldu .
Hvenær fékkstu bílpróf? Ég fékk það í byrjun ágúst.
Var spenna fyrir bílprófinu? Já það var mjög mikil spenna, mér finnst mikið frelsi við það að vera komin með bílprófið.
Hvernig lagðist ökunámið í þig? Ég var frekar stressuð fyrir bæði bóklega og verklega en meira fyrir bóklega, því ég hafði oft heyrt að það sé erfitt og að það sé verið að reyna að plata mann í þeim. En ég æfði mig vel fyrir bæði prófin og lagði mig alla fram. Svo þegar ég var búin að ná báðum prófunum þá var mér mjög létt og það var mjög skemmtilegt. Ég fór strax á rúntinn með vinkonum mínum.
Helstu breytingar við að fá bílpróf? Helstu breytingarnar við að fá bílpróf er það er mjög mikið frelsi og ég get farið hvert sem ég vil án þess að vera bundin mömmu og pabba.
Hver er drauma bílinn? Drauma bíllin minn er BMW.