Staðan á fasteignamarkaðinum í Eyjum er nokkuð góð miða við aðstæður segir Halldóra Kristín Ágústsdóttir fasteignasali hjá Hús fasteignasölu. “Salan sveiflast þó nokkuð. Í sumar var meiri eftirspurn eftir stærri eignum, enda mikið af fjölskyldum að flytja til eyja, virkilega gaman að því. Upp á síðkastið hefur verið ágæt sala á minni íbúðum hjá mér en minni hreyfing á stærri einbýlum. Það sem virðist vera erfiðara núna eru fyrirvararnir, og þá sérstaklega ef það er fyrirvari um sölu á eign í bænum. Staðan er bara allt önnur þar, mun dýrari eignir og erfitt fyrir fyrstu kaupendur að fá fjármögnun sem hefur þá áhrif á allan markaðinn.” 

Hús sem nú er til sölu í Vestmannaeyjum er meðal annars fallegt einbýlishús á Hólagötu 17. Húsið er byggt árið 1947 og er 167,4 fm2. Búið er að endurnýja eignina að hluta. Nýtt járn er á þaki, gluggar endurnýjaðir fyrir einhverjum árum og nýlegt parket á hæðinni.

Hér eru nokkrar myndir af eigninni sem er á vinsælum stað í Eyjum. 


Hólagata 17.


Í húsinu eru þrjú svefnherbergi. Hér má sjá eitt þeirra. 


Kisunum þykir herbergið afar notalegt. 


Hlýlegt og nútímalegt eldhús.


Opin forstofa með nýlegu parketi.


Björt og rúmgóð stofa.