Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað að íbúðarhúsi við Faxastíg rétt fyrir klukkan átta í morgun. Reykur kom upp í eldhúsi íbúðarinnar en enginn eldur kviknaði. Ekki urðu meiðsl á fólki og tók það slökkvilið skamma stund að reykræsta íbúðina sem er á efri hæð í tvíbýlishúsi.