Aðalfundur Líknar
Aðalfundur Kvenfélagsins Líknar fer fram mánudaginn 5. febrúar 2024 kl: 19:00 í húsnæði Líknar, að Faxastíg 35.
Dagskrá aðalfundar er:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Ársskýrsla stjórnar lögð fram.
3. Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Ársskýrsla hússtjórnar og reikningar lagðir fram.
5. Ákvörðun árgjalds.
6. Lög félagsins.
7. Kosning stjórnar.
8. Kosning hússtjórnar og annara nefnda.
9. Kosning skoðunarmanna, endurskoðenda eða trúnaðarmanna.
10. Önnur mál.

 

Matseðill kvöldsins er í umsjá Einsa Kalda og er: Kjúklingabringur fylltar með ítölskum osti og parmesanhjúp Lambaprime bakað í basil-smjöri. Meðlæti: Ítalskt ferskt salat, Parmesan hrísgrjón, Kartöflusalat með stökku smælki, steikargrænmeti og Basil ostasósa. Verð 4000 krónur.

Þar sem um matarfund er að ræða, óskum við eftir skráningu á fundinn. Það má gera með því að senda tölvupóst á likn1909@gmail.com fyrir 01.02.24.

Við vonumst til að sjá sem flestar og eru nýjar félagskonur hjartanlega velkomnar á fundinn, segir í tilkynningu frá stjórn Kvenfélagsins Liknar.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.