Leikmenn kvennaliðs ÍBV í handknattleik ætla sjálfar að greiða aðgangseyri á laugardaginn þegar þær taka á móti HK í Olís-deild kvenna. �?etta kemur fram á mbl.is en allur ágóði af leiknum rennur til styrktar krabbameinsvörnum í Vestmannaeyjum og ætla leikmenn ÍBV að ganga á undan með góðu fordæmi. Leikur liðanna hefst klukkan 13:30 en alls mætast þessi félög átta sinnum í handbolta á laugardaginn, í hinum ýmsu flokkum. Karlalið félagsins munu m.a. leika í Digranesi á sama tíma.