Alfreð Geirsson, tók þátt í List án landamæra, sem haldin er þessa dagana í Gerðubergi í Reykjavík. Alfreð mætti á opnun sýningarinnar ásamt sínu besta fólki og var hann aukalistamaður í hátíðinni.
List án landamæra er árleg listahátíð sem leggur sérstaka áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur verið haldin frá árinu 2003.
Markmið hátíðarinnar er að stuðla að menningarlegu jafnrétti og fjölbreytni í listheiminum með því að skapa vettvang þar sem listafólk með fötlun getur sýnt hæfileika sína og fengið notið sín til fulls. Á hátíðinni má finna verk úr margvíslegum listgreinum, þar á meðal myndlist, dans, tónlist, leiklist og hönnun. Hátíðin er skipulögð af listrænum stjórnanda sem tekur við hugmyndum og tillögum frá listafólki víðsvegar að. List án landamæra hefur í gegnum árin unnið til ýmissa viðurkenninga, meðal annars Múrbrjóts Þroskahjálpar árið 2009, var tilnefnd til Hvatningaverðlauna ÖBÍ árið 2011 og hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2012.
Við óskum Alfreð innilega til hamingju!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst