Hljómsveitin Dans á rósum hefur verið starfandi frá árinu 1993. Á goslokunum héldu þeir útgáfutónleika í Höllinni sem heppnuðust sérlega vel. Á Þjóðhátíðinni sem er á næsta leyti sjá þeir um söngvakeppni barna, sem þeir hafa gert frá upphafi og hlotið mikið lof fyrir. Annar tveggja hljómsveitarmeðlima sem hefur verið í hljómsveitinni frá upphafi, er Þórarinn Ólason, söngvari. Auk þess sem Þórarinn syngur með Dansi á rósum, er hann félagi í sönghópnum Stuðlum, sem mikið hefur sungið við jarðarfarir og einnig við önnur tækifæri. Söngfélagi hans Halldór Halldórsson úr Stuðlum settist niður með Þórarni inn í Herjólfsdal þar sem þeir ræddu um tónlistina og lífið og tilveruna.