Miðað við fyrstu tölur, stefnir allt í sannfærandi sigur Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. �?egar búið er að telja 65% atkvæða, eða 1526 atkvæði, hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið 1074 atkvæði eða 74,7%, Eyjalistinn 363, 25,3%, ógildir eru 11 og auðir eru 78. Samkvæmt þessu fær Sjálfstæðisflokkurinn fimm bæjarfulltrúa en Eyjalistinn tvo. Sjálfstæðisflokkurinn er nær því að bæta sjötta manninum við en Eyjalistinn að ná þeim þriðja en Sjálfstæðisflokkinn vantar aðeins 16 atkvæði til þess miðað við fyrstu tölur.
Alls kusu 2224 í kosningunum af 3171 þeirra sem eru á kjörskrá. �?etta þýðir að 74,4% kjörsókn var í Eyjum sem er langt undir því sem verið hefur í sveitastjórnarkosningum til þessa.