Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambandsins 2019 fór fram föstudaginn 22. nóvember. Þar var spretthlaupararinn Árný Heiðarsdóttir heiðruð, í flokki 60-65 ára. Árný fékk viðurkenningu fyrir besta afrek ársins ásamt fleirum. Til grundvallar liggur reiknilíkan Howard Grubb og félaga þar sem árangur er miðaður við reiknað heimsmet fyrir hvert aldursár í hverri grein. Árný náði 93,8% fyrir 9,68 sek. í 60 m hlaupi. Hér má sjá mynd af þeim Árnýju, Fríðu Rún og Jóni Bjarna með verðlaunagripi sína.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst