Lífið er núna – myndir

Vel hefur verið mætt í Höllina í dag þar sem fólk hefur perlað armbönd með áletruninni “Lífið er núna”. Um er að ræða lykilfjáröflun Krafts. Armböndin eru framleidd af sjálfboðaliðum, en Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Ljósmyndari Eyjar.net leit þar við og smellti meðfylgjandi myndum. (meira…)
Æft af krafti fyrir Eyjatónleika

Léttsveit Reykjavíkur fagnar vorinu með heimsókn til Vestmannaeyja og heldur tónleika á uppstigningardag þann 9. maí nk. kl.17.00 í Höllinni. Halldór B. Halldórsson kíkti á æfingu sveitarinnar sem var að taka lagið með Páli Óskari. Myndbandið má sjá hér að neðan. Þar fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um tónleikana. https://eyjar.net/vortonleikar-i-hollinni/ (meira…)
Eyjar.net bíða enn svara ráðuneytisins

Svo mikið er að gera í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- og orkumálaráðherra að illa gengur að svara fyrirspurnum frá Vestmannaeyjum. Sein svör skrifast á mikið annríki „Ég bið þig að afsaka sein svör sem skrifast á mikið annríki.“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins til Eyjar.net eftir ítrekaða eftirgrennslan um svör við spurningum um miklar hækkanir […]
Fjölbreyttar námsleiðir í boði

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur opnað fyrir innritun í nám á haustönn 2024. Skólinn býður upp á fjölbreytt námsframboð á haustönn. Fram kemur á vefsíðu skólans að fjöldi umsókna í nám á haustönn 2024 hafi farið fram úr björtustu vonum og vegna fjölda eftirspurna verður áfram bætt við námsframboðið. Nú er skipstjórn B komin á listann […]
Dagur í lífi forseta-frambjóðanda

Dagurinn byrjaði snemma hjá Höllu Hrund Logadóttur er hún keyrði til Landeyjahafnar til að ná Herjólfi til Eyja. Halla tók þátt í The Puffin Run ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Frey Kristjánssyni. Eftir hlaupið var litið við í Eldheimum þar sem Kristín Jóhannsdóttir tók á móti þeim. Frá Eldheimum var haldið í björgunarskipið Þór og það […]
Oddaleikur í dag – allt undir

Það verður allt undir í Kaplakrika í kvöld þegar þangað mæta Eyjamenn. Um er að ræða oddaleik í undanúrslitarimmu ÍBV og FH. Staðan í einvíginu er 2-2. FH-ingar kmoust í 2-0, en Eyjamenn sigruðu tvo næstu leiki þar sem úrslit réðust annars vegar á loka sekúndum og í síðasta leik þurfti vítakastkeppni til að fá […]
Stelpurnar hefja leik í deildinni

Lengjudeild kvenna hefst í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins tekur Afturelding á móti ÍBV á Malbikstöðinni að Varmá. Liðin mættust í bikarnum síðastliðinn miðvikudag í Eyjum. Þar hafði Afturelding betur eftir framlengdan leik. Það má því segja að Eyjastúlkur eigi harma að hefna í dag. Flautað verður til leiks kl. 14.00 að […]
Veðrið lék við hlauparana – myndir

Það voru glaðlegir 1.370 hlauparar sem lögðu í hann í hádeginu í dag í The Puffin Run. Ekki skemmdi fyrir að í Eyjum var blíðskapar veður þegar hlaupið fór fram. Magnús Bragason, einn af skipuleggjendum hlaupsins sagði í samtali við Eyjar.net fyrir helgi að þátttakan í ár sé metþátttaka. Meðal hlaupara eru margir af bestu […]
Dýpkun innan hafnar næst á dagskrá

Í fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var umræða um samgöngumál. Þar var staðan á Landeyjahöfn rædd. Fram kemur í fundargerðinni að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan í hafnarmynninu og á rifinu orðin góð og fer dýpkunarskipið nú í önnur verkefni í tvær vikur en kemur svo aftur til dýpkunar innan hafnar. (meira…)
12,5 milljónir söfnuðust fyrir Grindvíkinga

Nokkur hópur Eyjafólks hefur staðið fyrir fjársöfnun til handa Grindvíkingum og hafa mörg fyrirtæki í Eyjum lagt þeirri söfnun lið með fjárframlögum. Söfnunin náði svo hámarki í gær þegar haldnir voru styrktarhljómleikar í Höllinni, undir yfirskriftinni “Heim á ný”. Samkvæmt tíðindamanni Eyjar.net voru tónleikarnir stórskemmtilegir fyrir fullum sal af gestum. Á tónleikunum kom fram tónlistarfólk […]