Bæjarráð lítur það alvarlegum augum að enn fækki opinberum störfum
7. mars, 2019

Bæjarráð lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin varðandi embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ljóst er að með tilfærslu sýslumannsins í önnur verkefni og setningu sýslumannsins á Suðurlandi yfir embættið í Vestmannaeyjum getur komið til skerðingar á þjónustu við bæjarbúa. Bæjarráð lítur það alvarlegum augum að enn fækki opinberum störfum í Vestmannaeyjum þrátt fyrir stefnu stjórnvalda sem felur í sér jafnt aðgengi landsmanna að þjónustu hins opinbera.

Bæjarráð skorar á dómsmálaráðherra að endurskoða ákvörðun um sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum og stuðla að því að embættið verði eflt með tilfærslu nýrra verkefna til Vestmannaeyja. Þá verði staða löglærðs sérfræðings tafarlaust sett á stofn við embættið til að sinna fyrirliggjandi og væntanlegum framtíðarverkefnum þar til að embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum verður auglýst laust til umsóknar að nýju.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst