�?Með þessari ákvörðun er enn eitt skrefið stigið í að bæta brýna þörf fyrir úrbætur í samgöngum við Vestmannaeyjar en undirbúningur þessa máls hefur staðið yfir síðan í apríl,�? egir í fundargerð. Bæjarráð vill einnig minna á að í aðdraganda alþingiskosninga nú í vor lýstu frambjóðendur allra flokka þeirri skoðun sinni að tafarlaust ætti að ganga til kaupa eða leigu á stærra og hraðskreiðara skipi til að leysa núverandi Herjólf af, enda öllum ljóst að hann svarar ekki þörfum samfélagsins og því öfluga atvinnulífi sem hér er. �?ví felur bæjarráð bæjarstjóra að ítreka tafarlaust slíkar óskir við samgönguráðherra. Elliði Vignisson, bæjarstjóri sagði að nú væri komið að tímum efnda. �?�?g ber mikið traust til þingmanna suðurlands, ríkisstjórnar og ráðherra samgöngumála. Í aðdraganda kosninga hlustaði ég á alla frambjóðendur lýsa því yfir að tafarlaust yrði fundið skip til að taka við siglingum milli Vestmannaeyja og �?orlákshafnar og menn sem nú eru í áhrifastöðum sögðu að það gæti ekki verið mikið mál að finna stórt, öflugt og hentugt skip. Enn fremur voru allir frambjóðendur sammála því að ljúka þyrfti öllum nauðsynlegum rannsóknum vegna jarðganga, bæta þriðjuferðinni við Reykjavíkurflugið og flýta aðgerðum vegna framtíðarsamganga auk þeirrar sjálfsögðu kröfu að lækka verulega far- og farmgjöld með Herjólfi. Vestmannaeyjabær óskar nú eftir efndum.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst