Bæjarstjórnin fær óskarinn
oskarinn
Mynd/samsett

Þá er árlegri krýningarathöfn bæjarstjórnar lokið í kjölfar stórkostlegrar niðurstöðu könnunar sem haldin var um ánægju bæjarbúa á rekstri bæjarins. Spurningalistinn er í 12 liðum og í stuttu máli sagt hefur ekki orðið ein einasta breyting að ráði frá því að fyrst var spurt árið 2009. Helst mætti nefna að bæjarbúar eru einna helst áhyggjufullir yfir skipulags- og sorphirðumálum sem stefna í óefni ef eitthvað er að marka hvíslið á milli þrælspurðra bæjarbúa. 

Þrátt fyrir þetta allt saman þá afhenti bæjarstjórnin sjálfri sér óskarinn á þessi árlegu óskarsverðlaunahátíð og dásamaði loksins sjálfa sig í fréttatilkynningunni um þessa óvæntu niðurstöðu þessarar árlegu verðlaunahátíðar. 

Til hamingju með árangurinn. 

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.