Baldur á leið til Grænhöfðaeyja
Ljóst er að Baldur mun að öllum líkindum ekki sigla oftar í Landeyjahöfn. Hann hefur verið seldur til Grænhöfðaeyja og leggur í hann í lok vikunnar. Viðræður voru í gangi um kaup ríkisins á Baldri með það fyrir augum að hann sigldi í Landeyjahöfn þegar ekki gefur fyrir Herjólf. Baldur getur siglt í allt að þriggja metra ölduhæð en viðmið Herjólfs eru um tveir metrar. Bæjarstjóri segir þetta mjög slæmar fréttir. Reynslan hafi sýnt að þrátt fyrir að vera minni, eldri og aflminni en Herjólfur, sé Baldur heppilegri til siglinga í Landeyjahöfn.
Samkvæmt upplýsingum Eyjafrétta voru samningaviðræður í gangi um að ríkið keypti Baldur og var búið að uppfylla öll skilyrði nema eitt til að skipið fengi leyfi til siglinga í Landeyjahöfn. �?að sem stóð út af var brunavarnakerfið sem þarf að endurnýja.
Heimildir Eyjafrétta herma að krafan um nýtt brunavarnakerfi hafi þýtt kostnaðarmat, útfærslu á því og vottun Samgöngustofu sem ekki hefði legið fyrir fyrr en í lok mánaðarins. �?að hefði ekki gengið því þá væri of langt liðið á veturinn til að leyfi fengist til að sigla Baldri alla leið til Grænhöfðaeyja sem eru út af vesturströnd Afríku. Greiðsla hafi verið komin og því ekki verjandi að halda áfram viðræðum við ríkið því óvíst var um niðurstöðu.
�??Við höfum haft fregnir af því að Samgöngustofa hafi ekki getað gefið út vilyrði fyrir því að Baldur fengi haffæri til siglinga í Landeyjahöfn þótt verulegar breytingar yrðu gerðar,�?? sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri. �??�?ar með var grunnurinn fyrir áætlun ríkisins um að nýta Baldur til vetrarsiglinga í Landeyjahöfn að litlu orðinn.�??
Elliði sagði þetta auðvitað mjög slæmar fréttir fyrir Eyjamenn enda hefur reynslan sýnt að þrátt fyrir að vera minni, eldri og aflminni en Herjólfur, sé Baldur heppilegri til siglinga í Landeyjahöfn. �??Nú horfir þannig til að eina skipið, sem heppilegt hefur þótt til siglinga í Landeyjahöfn, er á leið úr landi. �?g hef komið þeirri kröfu til innanríkisráðherra og vegamálastjóra að tafarlaust verði ráðist í að teikna upp plan B sem verður hrint í framkvæmd þegar til þess kemur að Herjólfur ræður ekki við að halda uppi áætlun í Landeyjahöfn,�?? sagði Elliði sem vill hrósa Eimskip og áhöfninni á Herjólfi fyrir hvernig þeim hefur tekist að nýta höfnina með því að sigla eftir sjávarföllum.
�??�?á höfum við hvatt mjög eindregið til þess að ferjan Víkingur verði nýtt til hliðar við Herjólf. Við höfum einnig kallað eftir upplýsingum um það til hvaða ráða verði brugðið ef Herjólfur bilar og finna þarf afleysingaskip. �?g tel einnig að þetta setji aukinn þrýsting á stjórnvöld að tryggja að ekkert hik og engar tafir verði á nýsmíði Herjólfs,�?? sagði Elliði og ítrekaði að málið þyldi enga bið.

Nýjustu fréttir

Í dag eru 75 ár frá Glitfaxaslysinu
Hárígræðslur í Tyrklandi 
Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir
Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.