Bikarúrslit í dag
Ahorfendur_handb_stemning_fagn_DSC_5614
Stuðningsmenn ÍBV. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Í dag verður leikið til úrslita í bikarkeppninni í handbolta – Poweradebikarnum. Leikið er í Laugardalshöll. Karlamegin mætast ÍBV og Valur. Valsmenn slógu út Stjörnuna á miðvikudaginná meðan Eyjamenn lögðu Hauka.

Búast má við mikilli stemningu í Laugardalshöll í dag. Fjölmargir hafa lagt leið sína til Reykjavíkur frá Eyjum til að styðja við bakið á strákunum, en stelpurnar í 4. flokki slógu taktinn í gær með glæstum sigri, sem lesa má um hér að neðan. Þá er rétt að geta þess að 6. flokkur karla leikur til úrslita klukkan 9.00 í dag.

Báðir leikir meistaraflokkana verða í beinni útsendingu á RÚV og miðasalan fer fram í Stubbs-appinu.

Meistaraflokkur kvenna:
Valur – Stjarnan kl. 13:30

Meistaraflokkur karla:
ÍBV – Valur kl. 16:00

https://eyjar.net/ibv-bikarmeistari-i-4-flokki/

 

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.