„Blíðuveður allan túrinn”
10. júní, 2024
eyjarn
Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum í morgun. Afli skipanna var fyrst og fremst ýsa sem fékkst að mestu fyrir austan land. Rætt er við skipstjórnana á vef Síldarvinnslunnar.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að veiðin hafi gengið nokkuð vel.

„Við byrjuðum túrinn við Ingólfshöfða, tókum þar eina sköfu. Síðan vorum við mest á Undirbyrðahrygg og Papagrunni. Á landleiðinni tókum við síðan tvö hol á Höfðanum, eitt í Skarðsfjörunni og enduðum á Víkinni. Það gekk vel að ná ýsunni í birtunni fyrir austan og það var töluvert af skipum þar. Það voru rúmir tveir sólarhringar á veiðum í túrnum og ekki annað hægt en að vera þokkalega sáttur. Nú á Vestmannaey að fara í karfatúr og það verður látið úr höfn fljótlega að löndun lokinni,”

segir Birgir Þór. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, var ánægður með túrinn.

„Við héldum beint á Papagrunn og fengum þar góðan ýsuafla. Ennig var ágæt veiði við Barðið í Berufjarðarálnum. Það var blíðuveður allan túrinn. Við munum ekki halda til veiða á ný fyrr en á fimmtudag. Nú tökum við einungis einn túr á viku.”
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.