„Blíðuveður allan túrinn”
eyjarn
Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum í morgun. Afli skipanna var fyrst og fremst ýsa sem fékkst að mestu fyrir austan land. Rætt er við skipstjórnana á vef Síldarvinnslunnar.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að veiðin hafi gengið nokkuð vel.

„Við byrjuðum túrinn við Ingólfshöfða, tókum þar eina sköfu. Síðan vorum við mest á Undirbyrðahrygg og Papagrunni. Á landleiðinni tókum við síðan tvö hol á Höfðanum, eitt í Skarðsfjörunni og enduðum á Víkinni. Það gekk vel að ná ýsunni í birtunni fyrir austan og það var töluvert af skipum þar. Það voru rúmir tveir sólarhringar á veiðum í túrnum og ekki annað hægt en að vera þokkalega sáttur. Nú á Vestmannaey að fara í karfatúr og það verður látið úr höfn fljótlega að löndun lokinni,”

segir Birgir Þór. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, var ánægður með túrinn.

„Við héldum beint á Papagrunn og fengum þar góðan ýsuafla. Ennig var ágæt veiði við Barðið í Berufjarðarálnum. Það var blíðuveður allan túrinn. Við munum ekki halda til veiða á ný fyrr en á fimmtudag. Nú tökum við einungis einn túr á viku.”

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.