Kæru safngestir,
Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður Bókasafnið lokað um óákveðinn tíma frá og með fimmtudeginum 25. mars.
Líkt og við síðustu lokun bjóðum við upp á að hægt sé að hringja til okkar (s: 488-2040) virka daga 10-17 eða senda okkur skilaboð á Facebook og taka frá bækur.
Starfsfólk finnur til bækurnar, skráir þær á viðkomandi og mun síðan setja bækurnar fram í Einarsstofu, inngang Safnahúss, þar sem hægt verður að ná í þær virka daga 10-17. Bækurnar verða merktar nafni viðkomandi. Einungis verður hægt að skila bókum í lúguna vinstra megin við inngang.
Ekki verða rukkaðar sektir á meðan þessu stendur en við viljum benda á að hægt er að framlengja útlán inni á Gegni eða með því að hringja eða senda okkur skilaboð á Facebook.
Við vonum að ástandið lagist fljótt með þessum hertu aðgerðum og að við getum opnað sem fyrst aftur. Við komumst í gegnum þetta saman.
Kærar kveðjur,
Starfsfólk Safnahúss




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.