Um 10 metrar í þilinu á Gjábakka er ónýtt. Fulltrúar frá Vegagerðinni hafa skoðað neðansjávarmyndir sem teknar voru og úrskurðað að ekki sé hægt að gera við kantinn heldur að þörf sé á endurbyggingu.
Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku. Ráðið lýsir áhyggjum sínum og telur brýnt að ráðist verði í úrbætur sem fyrst þar sem viðlegupláss er nú þegar af skornum skammti.
Fól ráðið hafnarstjóra að útbúa minnisblað um tillögur að lausnum vegna endurbyggingar í samráði við Vegagerðina sem inniheldur m.a. kosti, galla og gróft kostnaðarmat. Skal minnisblaðið vera lagt fyrir næsta fund ráðsins.
https://eyjar.net/tharf-ad-endurbyggja-hafnarkantinn/
https://eyjar.net/thurfum-ad-hugsa-ut-fyrir-boxid/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst