Það kennir ýmisaa grasa á dagskrá fyrsta dags Þjóðhátíðar 2019. Setningin hefst kl. 14.30 þar sem Þórlindur Kjartansson heldur hátíðrræðu.
Latibær, Jói Pé og Króli ásamt Fimleikafélaginu Rán sjá um barnaskemmtunina sem hefst á Tjarnarsviði kl. 16.00.
Boðið er upp á nýjung í Dalnum þetta árið, Ölgarðinn. Þar verður hægt að setjast fá sér einn kaldan og hlýða á Trúbador milli kl. 19 og 21 alla hátíðadagana með Happy Hour á barnum. Það er trúbadorinn Biggi Sævars sem ríður á vaðið í dag.
Kvölddagskráin er þétt skipuð. GDRN, Huldumenn, Bjartmar Guðlaugsson flytur Þjóðhátíðarlagið og Stjórnin.
Kl. 23.15 taka svo Bestís við. En þar eru á ferðinni tveir vinsælustu plötusnúðar landsins, Egill Spegill og Snorri Ástráðs blása til heljarinnar veislu frá 23:15-00:00 á Brekkusviði í Herjólfsdal á föstudagskvöld. Þeir félagar munu þar telja niður í brennu á fjósakletti með flestum vinsælustu listamönnum landsins. Meðal listamanna sem koma fram er Herra Hnetusmjör, Huginn, Lukku Láki, Yung Nigo Drippin’, Chase, Lukku Láki, GDRN, Flóni, Séra Bjössi, Sprite Zero Clan, Jói P, Króli og ClubDub. Búast má við einni allsherjar stanslausri bombu með mörgum af stærstu hitturum síðasta árs allt þar til tendrað verður í brennu á Fjósakletti þegar klukkan slær miðnætti.
Að lokinni brennu verða miðnæturtónleikar með tveimur vinsælustu tónlistarmönnum landsins þessa stundina. Herra Hnetusmjöri og Hugin.
Um svipað leyti hefja Eyjapeyjarnir í Merkúr leik á Tjarnarsviði þar sem þeir rokka Dalinn í drasl. Við þeim taka svo stuðsveinarnar í Brimnes með ekta íslenskt sveitaball.
Dansleikur á Brekkusviði hefst svo kl. 1.00 þar sem öll heitustu nöfnin í rappsenunni sjá um tónlistina. Flóni, JóiPéxKróli // SZK // Lukku láki, ClubDub, Séra Bjössi og Dj Ingi Bauer.
14:30 SETNING ÞJÓÐHÁTÍÐAR
16:00 BARNADAGSKRÁ
19:00 – 21:00 ØLGARÐURINN – HAPPY HOUR
21:00 KVÖLDVAKA
00:00 BRENNA Á FJÓSAKLETTI
00:15 MIÐNÆTURTÓNLEIKAR
00:30 DANSLEIKUR TJARNARSVIÐI
01:00 DANSLEIKUR BREKKUSVIÐI
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst