Global Junior golfmótinu á Spáni lauk í gær. Daníel Ingi Sigurjónsson endaði þar í 2.sæti aðeins einu höggi frá efsta manni.
Einnig léku þeir Lárus Garðar Long og Nökkvi Snær Óðinsson á mótinu og endaði Lárus í 6. sæti og Nökkvi í 9 sæti. Leikið var á La Serana golfvellinum á Suður-Spáni og voru mjög krefjandi aðstæður, mikill vindur sem gerði mörgum kylfingum erfitt fyrir. Glæsilegur árangur hjá strákunum okkar úr GV og verður mjög spennandi að fylgjast með þeim í sumar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst