Dregið verður í fyrstu tvær um-ferðir Evrópudeildarinnar í dag en ÍBV tekur þátt í keppninni annað árið í röð. Í fyrra tapaði liðið í fyrstu umferð fyrir írska liðinu Saint Patrick‘s en ÍBV vann fyrri leik liðanna á Vodafonevellinum 1:0 en tapaði svo á útivelli 2:0 og því 2:1 samanlagt. Í ár gæti ÍBV lent á móti nokkrum áhugaverðum liðum en ÍBV er í neðri styrkleikaflokki, eins og Þór Akureyri, á meðan FH er í efri styrkleikaflokki.