Stórt og mikið uppsjávarskip frá Færeyjum kom við í Eyjum í nótt, Norðborg að nafni. Skipið var að taka nót um borð en nokkrir Eyjamenn notuðu tækifærið, fóru á fætur klukkan þrjú í nótt og fengu að fara í skoðunarferð um skipið undir leiðsögn skipstjóra þess, Jóns Rassmundsen. Meðal þeirra var Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari en eftir skamma stund verða settar fleiri myndir hér inn frá ferðinni.