Ekkert svar frá Orkustofnun
HS_veitur_IMG_4507
Mikið hefur verið fjallað um hækkun á húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum undanfarna mánuði enda hækkuðu HS Veitur gjaldskrá sína um 33% á einungis fjórum mánuðum. Eyjar.net/TMS

Vestmannaeyjabær sendi erindi þann 25. mars sl. til Orkustofnunar og orkumálaráðuneytis, skv. ósk bæjarstjórnar, þar sem beðið var um rökstuðning og upplýsingar sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni sl. mánuði upp á samtals 33%.

Orkumálaráðuneytið vildi kanna hjá HS Veitum hvort það bryti mögulega í bága við upplýsingalög að láta Vestamannaeyjabæ þessar upplýsingar í té. Beðið er frekari svara. Ekkert svar eða viðbrögð hafa borist frá Orkustofnun, þrátt fyrir ítrekanir og beiðni um staðfestingu á móttöku erindis, segir í bókun bæjarráðs Vestmannaeyja.

Í afgreiðslu bæjarráðs segir að ráðið telji óásættanlegt að engin viðbrögð hafi komið frá orkumálastjóra í þessu mikla hagsmunamáli Vestmannaeyinga og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda erindið á staðgengil orkumálastjóra og óska viðbragða.

https://eyjar.net/raduneytid-oskar-eftir-afstodu-hs-veitna/

https://eyjar.net/lodin-svor-orkustofnunar-til-eyjamanna/

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.