Fjöldi fólks mætti á hamingjunámskeið hjá séra Þórhalli Heimissyni í safnaðarheimili Landakirkju Vestmannaeyja í gærkvöld. Í kjölfar bankahrunsins í haust fór séra Þórhallur af stað með námskeiðið 10 leiðir til lífshamingju. Markmiðið er að hjálpa fólki að breyta því sem það getur breytt til að finna lífshamingjuna á tímum sem hafa verið mörgum erfiðir. Námskeiðið er á vegum Kjalarnesprófastsdæmis og hefur séra Þórhallur farið sókn úr sókn frá því í janúar. Fyrirlesturinn í Eyjum í gær var sá síðasti. Leiðirnar 10 fylgja fréttinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst