Umhverfis- og skipulagsráð fjallaði annars vegar um breytingu á aðalskipulagi í Hásteinsgryfju á íþróttasvæði og hins vegar um breytt deiliskipulag íþrótta-og útivistarsvæðis við Hástein. Skipulagstillögurnar voru auglýstar frá 4. maí til 15. júní 2012 og lágu fyrir ráðinu til samþykktar. Í fundargerð segir að á kynningarferlinu hafi borist tvær athugasemdir við báðar tillögurnar og gerð grein fyrir þeim í greinargerð.