Það var Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs sem kynnti valið og skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur létt og skemmtileg lög þegar tilkynnt var um bæjarlistamann ársins í Eldheimum í morgun. Eló – Elíasabet Guðnadóttir er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025! Elísabet Guðnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1999 og ólst þar upp umvafin tónlistarlífi fjölskyldu sinnar. Hún lærði á hljóðfæri í tónlistarskólanum og var í skólalúðrasveitinni.

Elísabet hefur komið víða við til að sækja sér innblástur í tónlistinni, fór meðal annars í skóla í Sydney í Ástralíu þar sem áhugi hennar á lagasmíði og pródúseringu fæddist. Þaðan fór hún svo til Reykjavíkur og stundaði söngnám í tónlistarskóla FÍH.
Vorið 2024 steig Elísabet, Eló, hressilega út fyrir þægindarammann og tók þátt í Músíktilraunum þar sem hún hlaut annað sæti, ásamt því að hljóta verðlaun frá félagi tónskálda og textahöfunda fyrir framúrskarandi lagasmíði. Síðan þá hefur Eló spilað fyrir fjölda manns á stórum og litlum tónleikum á ýmsum sviðum, á Hljómey, á stóra sviðinu á Þjóðhátíð, í Háskólabíó þar sem hún hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta, á Airwaves, í Hörpu á eyjatónleikum í Eldborg og í Upprásinni í Kaldalóni, í Færeyjum, og á árshátíðum, í veislum, jólatónleikum og við ýmis önnur tilefni.
Elísabet hefur ásamt stærri hópi haldið úti jólatónleika í Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum, Jólahvísl, sem hefur verið ómissandi hluti af aðventu Eyjamanna frá árinu 2016.
Eló hefur gefið út þrjú lög sem er hægt að hlusta á á öllum streymisveitum. Hún er núna að vinna í breiðskífu sem hún hlakkar mikið til að deila með hlustendum sínum.
Hún er vel að þessu komin þessi frábæra tónlistarkona.
Til hamingju kæra Elísabet
Af vestmannaeyjar.is





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.