Elsa er fædd 1966 og býr á Selfossi með tveimur börnum sínum. Hún hefur verið framkvæmdstjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá árinu 2000, þar áður m.a starfað sem heilbrigðisfulltrúi og lífeindafræðingur. Elsa útskrifaðist B.sc, lífeindafræðingur frá Tækniskóla Íslands 1989 og er nú einnig í mastersnámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
Elsa hefur setið í stjórn Samtaka framsóknarkvenna á Suðurlandi frá árinu 1999, verið í stjórn Landssambands framsóknarkvenna árin 2001-2004 auk þess að hafa tekið virkan þátt í starfsemi flokksins undanfarin áratug.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.