Enn ekkert spurst til Bácsi

„Ég hef ekki fengið neinar nánari upplýsingar um þetta undarlega mál og engar nánari skýringar þrátt fyrir að ég hafi vakið máls á þessu,“ segir Helgi Bernódusson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis og „gamall Eyjamaður“, eins og hann titlar sjálfan sig undir grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið 19. mars. Viðtalið er að finna í Morgunblaði dagsins.

Þar spurði Helgi einfaldlega spurningarinnar „Hvað varð um ungverska flóttamanninn Imre Bácsi?“ og rakti sögu Bácsi þessa sem kom til Íslands í hópi rúmlega fimmtíu flóttamanna í kjölfar mótmæla háskólastúdenta í Ungverjalandi í október 1956, sem lyktaði með blóðugri uppreisn.

Var Bácsi í hópi tíu landa sinna sem fóru til starfa í Vestmannaeyjum en þar hvarf hann sporlaust árið 1963, þá 26 ára gamall, eftir að hafa unnið í Vinnslustöðinni í sjö ár. Margir hafa þó sett sig í samband við Helga eftir að grein hans birtist þótt ekki hafi verið feitan gölt að flá hvað upplýsingar um örlög Ungverjans varðar.

„Það eru auðvitað margir sem muna eftir honum og kannast við hann,“ segir Helgi sem fyrir nokkru skrifaði grein um flóttamannahópinn í jólablaði Fylkis.

Sjá nánar í Morgunblaðinu.

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.