Við erum sammála um það að Bakkaferjan verði ekki í hættu í aðsiglingunni að áformaðri Bakkafjöruhöfn. �?að er hins vegar að afbaka staðreyndir að láta að því liggja, eins og gert er í grein Sveins Rúnars og Guðlaugs: �?Ábyrgðarhluti ef þetta verður ekki kannað betur�? og meðfylgjandi myndskeiði sem birtist á vefsvæði Eyjafrétta s.l. miðvikudag, að sigling Lóðsins að Bakkafjöru sé jafngild siglingu Bakkaferju en vegna stærðarmunar skipanna er flestum ljóst að sá samanburður er fjarri öllu lagi.
�?að er alveg rétt sem kemur fram í grein Sveins að innsiglingin að Bakkafjöruhöfn mun reynast hættuleg minni bátum þegar aldan er há. En þannig eru aðstæður víða hér á landi, til dæmis í Grindavík, Hornafirði og í Rifshöfn. Og rétt er að halda því til haga sem virðist fara forgörðum að Bakkafjöruhöfn er hönnuð í því skyni að hún verði ferjuhöfn fyrir ferju af tiltekinni stærð í siglingum milli lands og Eyja, en ekki smábátahöfn.
Veðurfar er oft óblítt hér á landi og aðstæður til sjósóknar og siglinga sannarlega víða erfiðar. Siglingastofnun lagði í mikið átak fyrir 14 árum við að koma fyrir ölduduflum til að upplýsa sjómenn um sjólag. Á þeim grunni hefur orðið til mikið notað upplýsingakerfi um veður og sjólag sem er aðgengilegt á heimasíðu Siglingastofnunar. Enginn vafi er á því að þetta upplýsingakerfi á sinn þátt í hinni miklu fækkun sem orðið hefur á skiptöpum undanfarin ár. Upplýsingakerfið um veður og sjólag mun að sjálfsögðu verða að miklu gagni við ferjusiglingar milli Bakkafjöru og Eyja.
Bakkafjörudufl sýnir ekki meðalöldu heldur kenniöldu sem er meðaltal hæstu alda.
�?egar Lóðsinn fór inn að Bakkafjöru var brotaldan það há að ef hún hefði komið þvert á skipið þá hefði hún getað velt Lóðsinum. Til að velta Bakkferju þarf ríflega tvöfalt hærri brotöldu en þarf til að velta Lóðsinum. Að upplifa 4,9 metra brotöldu á Lóðsinum og áhrif slíkrar öldu á Lóðsinn er ígildi 11 metra brotöldu á Bakkaferju. �?etta verður skiljanlegt við að sjá Lóðsinn við hlið Herjólfs og hinn mikla stærðarmun skipanna.
Brotaldan á sandrifinu getur hæst orðið 80% af dýpinu. �?að þýðir að á hæstu sjávarstöðu þá getur hæsta brotaldan orðið í kringum 6-7 metrar. Sigling Lóðsins staðfesti að viðmiðunarmörk 3,5-4 m hámarksöldu eru helst til varfærin. Skulu Sveini Rúnari og Guðlaugi færðar þakkir fyrir að hafa dregið það fram. Ljóst er að með siglingu Lóðsins er verið að skjóta enn styrkari stoðum undir Bakkafjöruhöfn.
�?að er fagnaðarefni hversu mikill áhugi er hjá sjómönnum í Vestmannaeyjum á Bakkafjöruhöfn. Við hjá Siglingastofnun fögnum öllum þeim sem eru reiðubúnir að leggja okkur lið til að vinna að mótun Bakkafjöruhafnar og viljum gjarnan eiga samstarf við Svein Rúnar og Guðlaug á þeim vettvangi. �?að er alltaf eftirsóknarvert að njóta ráðlegginga góðra manna.
Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnarsviðs Siglingastofnunar Íslands
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst