Eygló ehf opnar fyrir sölu inn á ljósleiðaranet sitt

Eygló ehf, hefur sent þeim fjarskiptafélögum á heildsölumarkaði sem óskað hafa eftir því að fá að selja inn á kerfi félagsins, fyrsta listann yfir þau heimili í Vestmannaeyjum sem eru klár í að tengjast ljósleiðarakerfi Eyglóar.

Það eru Dverghamar 15 – 41 sem koma fyrst inn á kerfið.

Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfan sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf.

Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi Mílu og Ljósleiðarans (Gagnaveitan).  Einnig er Tölvun ehf í Vestmannaeyjum komin inn með sinn búnað.

Íbúar á Dverghamri 15 – 41 geta nú haft samband við sinn þjónustuaðila og óskað eftir uppfærslu í ljósleiðaratengingu.

Rétt er að taka það fram að Eygló ehf. sinnir einungis þessum þremur fjarskiptafélögum sem samið hafa við félagið.  Öll notendaþjónusta og sala er í höndum fjarskiptafélaga á endursölumarkaði.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.