,,Eyjablikk ehf. er blikk- og stálsmiðja sem starfar á þeim yndislega stað, Vestmannaeyjum. Við þjónustum sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka og einstaklinga sem til okkar leita með óskir sínar. Fjölbreytni verkefna hefur verið með ólíkindum á þeim 22 árum sem fyrirtækið hefur starfað. Má þar nefna loftræsikerfi, einangrun og klæðningar á hita- og frystilagnir, flasningar, rústfría smíði, álsmíði, lagningu koparþaka, smíði á handriðum ásamt smíði á allra handa færiböndum og körum fyrir sjávarútveginn,’’ segir á heimasíðu Eyjablikks sem Stefán Lúðvíksson stýrir.
Fyrirtækið er vel tækjum búið í rúmgóðu vel búnu húsi að Flötum 25 til 27 þar sem vel er tekið á móti viðskiptavinum. ,,Þjónusta við einstaklinga í Eyjum er líka stór þáttur í starfsemi okkar. Við höfum kappkostað að sinna þeim verkum sem okkur hefur verið | treyst fyrir af kostgæfni og með bros á vör. Það skilar sér í ánægðum viðskiptavinum sem leita aftur og aftur til okkar með sínar þarfir,’’ segir Stefán og nefnir nokkur helstu verkefni sem fyrirtækið hefur unnið að. ,,Við höfum smíðað og sett upp fjölmörg loftræsikerfi í Eyjum. Starfsmenn fyrirtækisins hafa mikla þekkingu á loftræsikerfum, bæði stórum og smáum. Einnig smíðum við nánast allar gerðir af handriðum, hvort sem er fyrir fyrirtæki eða einstaklinga.
Eyjablikk hefur smíðað fjölmörg færibönd fyrir heimamarkað sem og erlendan markað. Færiböndin eru af öllum stærðum og gerðum. Blikksmíði er eins og nafnið bendir til stór þáttur í starfseminni. Þar er helst að telja smíði flasninga fyrir t.d verktaka.’’ Alls starfa 18 manns hjá Eyjablikk og þjónusta við byggingariðnað er afgerandi þáttur í meira krefjandi en önnur og þá bæði vinnulega séð og fjárhagslega. En það er ánægjulegt að eiga hlut í þeirri miklu uppbyggingu í Vestmannaeyjum sem enn sér ekki fyrir endann á. Mikið byggt, mikil uppbygging í sjávarútvegi og nú bætist laxeldið við. Við f innum fyrir þessu og það hefur verið mikill vöxtur síðustu árin hjá okkur í þessum geira.“ Eins og segir hér að framan þjónustar Eyjablikk einstaklinga og fyrirtæki. ,,Okkar aðal áhersla hefur verið loftræstingar og klæðningar ásamt ryðfrírri smíði starfseminni. ,,Við höfum þjónað byggingariðnaði í Eyjum frá stofnun fyrirtækisins. Aðallega með klæðningar og loftræstingar og einnig höfum við byggt sjálfir. Byggðum ásamt Geisla verslunina og verkstæðið þeirra við Hilmisgötu og íbúðirnar þar fyrir ofan. Það var mikið og stórt verkefni þegar við byggðum íbúðirnar ofan á Fiskiðjuna. Glæsilegar íbúðir á frábærum stað við höfnina og útsýni sem slær flestu við.“ Stefán segir að bygging íbúðanna ofan á Fiskiðjuna hafi að mörgu leyti verið flókna framkvæmd og því ánægjulegt að sjá hvað vel tókst til. ,,Þetta sýnir að við erum vel viðræðuhæfir þegar kemur byggingu húsa og erum til í hvað sem er.“ ,,Vel,“ segir Stefán þegar hann er spurður um hvernig hafi gengið hjá þeim í gegnum árin. ,,Það hefur yfirleitt gengið vel en auðvitað eru alltaf verkefni sem hafa verið á búnaði til fiskvinnslu. Öll samskipti hafa verið góð og fagleg, sama hvort viðskiptavinurinn er að koma þaki yfir fjölskylduna eða stór verktaki. Allir fá sömu móttökurnar. Hvað framtíðina varðar er ekki annað að sjá en að hún sé björt hjá okkur í Vestmannaeyjum ,“ segir Stefán að endingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst