Eyjakonur tylltu sér á topp Lengjudeildarinnar
Allison Lowrey, leikmaður árins. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Kvennalið ÍBV vann frábæran 2-5 útisigur á HK er liðin mættust í toppslag 7. umferðar Lengjudeildar kvenna í kvöld. Eyjakonur voru með yfirhöndina allan leikinn og voru 0-2 yfir í hálfleik en fyrsta markið kom á 27. mínútu en þar var að verki Allison Patrica Clark, eftir sendingu frá nöfnu sinni Allison Lowrey. Allison Lowrey bætti svo við öðru marki ÍBV á 39. mínútu, eftir sendingu Viktoriju Zaicikovu.

Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla, 55. og 58. mínútu. Fyrst var það Olga Sevcova sem skoraði eftir góðan sprett og svo gerði Allison Patrica Clark sitt annað mark í leiknum aftur eftir sendingu frá Allison Lowrey. 

Á 64. Mínútu leiksins náði Natalie Sarah Wilson að minnka muninn fyrir HK. Það var svo María Lena Ásgeirsdóttir sem náði að setja sárabótamark á 93. mínútu fyrir HK áður en Eyjakonur innsigluðu 2-5 sigur á lokamínútu uppbótartímans með marki frá hinni ungu og efnilegu Milenu Mihaelu Patru. Milena að gera sitt fjórða mark í sumar en hún er aðeins 14. ára gömul.

Með sigrinum tyllti ÍBV sér á topp Lengjudeildarinnar með 16. stig ásamt Grindavík/Njarðvík en ÍBV er með betri markatölu. HK situr í þriðja sæti deildarinnar með 15 stig. 

Næstu leikur ÍBV er gegn ÍA á næstkomandi fimmtudag kl. 17:30 en leikurinn fer fram í Akraneshöllinni.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.