�?skar �?rn Hauksson lék þá á �?órarinn Inga Valdimarsson og skoraði með skoti úr teignum. Björgólfur Takefusa sem hafði komið inn á sem varamaður skoraði annað mark KR í síðari hálfleik. Brotið var á honum og dæmd var vítaspyrna, Björgólfur fór sjálfur á punktinn og innsiglaði 2-0 sigur KR.
KR-ingar eru með 18 stig líkt og Blikar í riðli tvö. Bæði lið eru með fullt hús stiga en þau mætast í lokaumferðinni á fimmtudag. ÍBV er hins vegar í fimmta sæti með sjö stig og þarf liðið að sigra ÍA stórt í lokaumferðinni til að komast upp fyrir Fram á markamun og komast þannig áfram í 8-liða úrslitin.
www.fotbolti.net greindi frá.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.