Fagna viðurkenningu sem Kveikjum neistann hlaut
Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar tóku á móti viðurkenningunni.

Á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja var því fagnað að aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnaskóla Vestmannaeyja hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu sem veitt voru á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l.

Ráðið óskaði nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum og aðstandendum verkefnisins innilega til hamingju með viðurkenninguna. „Það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með verkefninu vaxa og dafna innan skólans. Kveikjum neistann hefur nú þegar skilað eftirtektaverðum árangri hvað varðar bættan líðan nemenda en einnig færni í lestri. Lykillinn að þessum góða árangri má þakka öllum þeim sem koma að verkefninu,“ segir í fundargerð.

Sjá nánar í Eyjafréttum á morgun.

 

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.