HMS hefur kynnt fasteignamat fyrir árið 2025, en samkvæmt því hækkar heildarmat fasteigna um 4,3% frá núverandi mati og verður 15,3 billjónir króna.
Fasteignamat íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 2,1% á milli ára, en hækkunin er 6,6% á landsbyggðinni.
Ef Vestmannaeyjar eru skoðaðar sérstaklega kemur í ljós að fasteignamatið á sérbýli hækkar á milli ára um 13,4% og um 9,7% á fjölbýli.
Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 6,0% á landinu öllu, en hækkunin nemur 5,4% á höfuðborgarsvæðinu og 7,4% á landsbyggðinni. Fasteignamat sumarhúsa hækkar svo um 15,6% á landinu öllu.
Á vefnum https://leit.fasteignaskra.is er hægt að fletta upp nýju fasteignamati fyrir einstaka fasteignir.
| Númer | 8200 |
|---|---|
| Sérbýlisstuðull | 0,91 |
| Fjölbýlisstuðull | 1,09 |
| Breyting frá 2024 (sérbýli) | 13,40% |
| Breyting frá 2024 (fjölbýli) | 9,70% |
| Meðalverð á m2 fyrir sérbýli | 336.000 kr. |
| Meðalverð á m2 fyrir fjölbýli | 414.000 kr. |
| Sveitarfélag | Tegund Eigna | Fjöldi | Fasteignamat 2024 | Fasteignamat 2025 | Breyting |
| Vestmannaeyjabær | Íbúðareignir | 1.917 | 85.216 m.kr. | 95.945 m.kr. | 12,6% |
| Sumarhús | 31 | 693 m.kr. | 797 m.kr. | 15,0% | |
| Atvinnueignir | 268 | 15.504 m.kr. | 16.821 m.kr. | 8,5% | |
| Stofnanir og samkomustaðir | 48 | 5.609 m.kr. | 5.981 m.kr. | 6,6% | |
| Jarðir | 10 | 178 m.kr. | 200 m.kr. | 12,6% | |
| Óbyggðar lóðir og lönd | 85 | 428 m.kr. | 472 m.kr. | 10,2% | |
| Aðrar eignir | 47 | 994 m.kr. | 1.061 m.kr. | 6,7% | |
| Samtals | 2.406 | 108.621 m.kr. | 121.276 m.kr. | 11,6% |
Heimild/hms.is




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst