,,Fataskápar" á grenndarstöðvum oftar en ekki fullir
28. febrúar, 2025
Fataskápur á grenndarstöð. Eins og sjá má er plássið ekki mikið.

Eftir að Rauði Krossinn hætti að taka við notuðum fötum og gámar frá þeim verið fjarlægðir hafa nýir fataskápar á grenndarstöðvum oftar en ekki verið yfirfullir sem hefur leitt til þess að fólk hefur losað sig við fatapoka í Kubuneh þó innihald pokanna eigi alls ekkert erindi þangað.

Þóra Hrönn eigandi Kubuneh vakti athygli á þessu á dögunum, en í Kubuneh hefur skapast mikið auka álag á sjáfboðaliða þar sem pokar hrúgast inn sem eiga í raun heima í Sorpu, þetta veldur mikilli auka vinnu og miklum burði. Oftar en ekki er þetta fatnaður sem er ekki söluvara og á því ekki heima í Kubuneh.

Þóra Hrönn hvetur því fólk að koma ekki með slíkan fatnað í Kubuneh og bíða frekar þangað til að fataskáparnir eru tæmdir. Hún bendir líka á að það er komið stærra ílát undir textíl upp á plani í Sorpu. Þóra Hrönn hvetur fólk til að fara með fatapoka þangað ef fataskápar á grenndarstöðvum eru fullir.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst