Eftir að Rauði Krossinn hætti að taka við notuðum fötum og gámar frá þeim verið fjarlægðir hafa nýir fataskápar á grenndarstöðvum oftar en ekki verið yfirfullir sem hefur leitt til þess að fólk hefur losað sig við fatapoka í Kubuneh þó innihald pokanna eigi alls ekkert erindi þangað.
Þóra Hrönn eigandi Kubuneh vakti athygli á þessu á dögunum, en í Kubuneh hefur skapast mikið auka álag á sjáfboðaliða þar sem pokar hrúgast inn sem eiga í raun heima í Sorpu, þetta veldur mikilli auka vinnu og miklum burði. Oftar en ekki er þetta fatnaður sem er ekki söluvara og á því ekki heima í Kubuneh.
Þóra Hrönn hvetur því fólk að koma ekki með slíkan fatnað í Kubuneh og bíða frekar þangað til að fataskáparnir eru tæmdir. Hún bendir líka á að það er komið stærra ílát undir textíl upp á plani í Sorpu. Þóra Hrönn hvetur fólk til að fara með fatapoka þangað ef fataskápar á grenndarstöðvum eru fullir.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.