,,Fataskápar" á grenndarstöðvum oftar en ekki fullir
Fataskápur á grenndarstöð. Eins og sjá má er plássið ekki mikið.

Eftir að Rauði Krossinn hætti að taka við notuðum fötum og gámar frá þeim verið fjarlægðir hafa nýir fataskápar á grenndarstöðvum oftar en ekki verið yfirfullir sem hefur leitt til þess að fólk hefur losað sig við fatapoka í Kubuneh þó innihald pokanna eigi alls ekkert erindi þangað.

Þóra Hrönn eigandi Kubuneh vakti athygli á þessu á dögunum, en í Kubuneh hefur skapast mikið auka álag á sjáfboðaliða þar sem pokar hrúgast inn sem eiga í raun heima í Sorpu, þetta veldur mikilli auka vinnu og miklum burði. Oftar en ekki er þetta fatnaður sem er ekki söluvara og á því ekki heima í Kubuneh.

Þóra Hrönn hvetur því fólk að koma ekki með slíkan fatnað í Kubuneh og bíða frekar þangað til að fataskáparnir eru tæmdir. Hún bendir líka á að það er komið stærra ílát undir textíl upp á plani í Sorpu. Þóra Hrönn hvetur fólk til að fara með fatapoka þangað ef fataskápar á grenndarstöðvum eru fullir.

 

Nýjustu fréttir

Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.