Kom fyrst á þjóðhátíð 19 ára – Nú í forystu í undirbúningi og framkvæmd
Hvað fannst þér um þjóðhátíð þegar þú mættir í fyrsta skipti í Dalinn? „Mér fannst hún æðisleg. Þess vegna kom ég aftur og aftur og upplifunin, bara VÁ! Maður gat ekki hugsað sér að fara eitthvað annað þó fleiri útihátíðir væru boði,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV sem þarna er að lýsa hinum dæmigerða gesti, ungu fólk sem mætir í Herjólfsdal ár eftir ár.
„Það er rétt, fólk kemur aftur og aftur. Ég þekki fullorðinn mann ofan af landi sem mætir með sitt tjald á hverju ári en hann vann með pabba í gamla daga. Orðinn sjötugur og lætur sig ekki vanta. Það er líka gaman að sjá ungt fólk sem er að koma á þjóðhátíð í fyrsta skipti. Spennan hjá þeim er svo mikil og þau vilja spjalla við mann og spyrja um dagskrána, hefðirnar, hátíðarsvæðið og allt þar á milli. Það gefur manni mikið að hitta fólkið í Dalnum og gaman að tala við þau. Ég gef mér alltaf tíma í það því maður sér hverjir eru nýir og þau er alltaf mjög jákvæð.“
Nánar í nýjasta blaði Eyjafrétta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst