Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 voru kynntar á Rás 2 í gær. Kom þar fram að Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum væri meðal tilnefndra í flokknum framúrskarandi í iðn- og verkmenntun fyrir kennslu í málm- og vélstjórnargreinum.
Tilnefningin er mikil viðurkenning fyrir skólann og það metnaðarfulla starf sem unnið er innan hans. Skólinn hefur á undanförnum árum lagt áherslu á að efla iðn- og verkmenntun og skapa nemendum góð tækifæri til náms og starfsþróunar í þessum greinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst