Fjárfesting í fiskeldi aldrei meiri
seidastod_laxey_apr_24_IMG_4538
Seiðastöð Laxeyjar í botni Friðarhafnar. Eyjar.net/Tryggvi Már.

Fáar atvinnugreinar hér á landi hafa verið í jafn mikilli sókn á undanförnum árum og fiskeldi. Sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað kemur eðlilega ekki til af sjálfu sér enda liggur gríðarleg vinna og fjármagn að baki við skipulag og framkvæmdir af hálfu fyrirtækjanna. Þetta kemur fram kemur í Radarnum – fréttabréfi SFS.

Þar segir jafnframt að sú staðreynd blasi við í nýlegri samantekt Hagstofunnar um fjármunamyndun í greininni og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þar má jafnframt sjá að á síðustu fjórum árum hefur hvert árið toppað annað í þeim efnum og bendir allt til þess að fjárfesting í fiskeldi á árinu 2023 hafi verið sú mesta í sögunni.

m_1

Mikil uppbygging er jafnframt í greininni nú um stundir og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun miðað áætlanir fiskeldisfyrirtækja sem ala, eða stefna á að ala fisk, hvort sem er á landi eða í sjó. Aukning í framleiðslu undanfarinna ára hefur fyrst og fremst verið drifin áfram af laxi úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum og á Austurlandi. Framleiðsla á landi hefur verið töluvert minni, en horfur eru á verulegri aukningu í þeim efnum næsta áratuginn enda hafa miklar fjárfestingar farið til uppbyggingar landeldisstöðva sem áform eru um á Reykjanesi, Ölfusi og Vestmannaeyjum.

Öflugur og fjölbreyttur útflutningur skiptir sköpum

Í þessu samhengi fer vel að nefna útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmlega 16 milljörðum króna nú á fyrsta ársfjórðung og hefur aldrei verið meira í upphafi árs. Það er um 5% aukning á milli ára á föstu gengi. Auk fiskeldis jukust verðmæti útfluttra lyfja og lækningatækja á tímabilinu, en samdráttur var í öllum öðrum helstu undirliðum vöruútflutnings. Í heild dróst verðmæti vöruútflutnings saman um tæp 7% á milli ára á fyrsta fjórðungi. Hlutdeild eldisafurða í verðmæti vörútflutnings jókst því töluvert á milli ára, eða úr 6,5% í 7,2%.

Miðað við ofangreinda þróun er ekki að undra að stjórnvöld hafi miklar væntingar um framtíðaruppbyggingu í fiskeldi hér á landi. Það mátti glögglega sjá í fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2025-2029 sem nýr fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, kynnti nú í vikunni. Auk fiskeldis voru hugverkaiðnaður, tæknitengd þjónusta og skapandi greinar nefndar sem helstu vaxtabroddar útflutnings til framtíðar. Þegar öllu er á botninn hvolft má vera ljóst að vöxtur í fiskeldi er þjóðinni til heilla, enda hvílir efnahagsleg hagsæld Íslendinga, hér eftir sem hingað til, á öflugum og fjölbreyttum útflutningsgreinum.

m_2

 

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.