Um hundrað manns mættu í afmæliskaffi Vinnslustöðvarinnar í Akóges á föstudaginn, 30. desember til að fagna sjötugsafmæli félagsins og útkomu bókar af því tilefni, Sjötug og síung Vinnslustöðin 1946 til 2016, sem gestir fengu afhenta í lok veislunnar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni framkvæmdastjóri sagði frá aðdraganda bókarinnar um Vinnslustöðina í tilefni afmælisins nú. Hann sagðist fyrst og fremst hafa viljað skrá sögu fólksins sem starfaði og starfar í fyrirtækinu og varðveita minningar þess. Fyrirtækið sjálft kunni að vera eilíft en mennirnir ekki og því sé skráning sögu að þessu leyti alltaf kapphlaup við tímann. �?að að halda vel utan um söguna geti orðið til hjálpar og kennt margt, til dæmis að draga ályktanir af því sem gert var og ákveðið í fortíðinni til þess að læra af því sem vel tókst og endurtaka ekki mistök úr fortíðinni.
Binni vísaði til stefnuyfirlýsingar útvegsmannanna sem stofnuðu Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðenda – síðar Vinnslustöðina – fyrr sjötíu árum þar sem þeir kváðust �??sameinast um fiskvinnslu til hagsbóta fyrir sig og byggðarlagið�??. Sú yfirlýsing væri í raun í fullu gildi enn þann dag í dag.
Sjötug og síung
Bókarhöfundurinn, Atli Rúnar Halldórsson, kynnti verkefnið og las upp úr bókinni ásamt Hermanni Kr. Jónssyni og �?ór Vilhjálmssyni sem aðstoðuðu við að afla upplýsinga og heimildarmanna fyrir bókarskrifin. Atli Rúnar þakkaði sömuleiðis Sigurgeiri Jónassyni fyrir ljósmyndir úr safni hans sem birtast í bókinni. �??�?að er hægt að segja sögur fólks og félaga á ýmsa vegu. Hér var valin sú leið að bregða upp svipmyndum af Vinnslustöðinni sem vinnustað í blíðu og stríðu og styðjast við minningarbrot og ummæli fólks sem starfaði þar áður eða starfar þar enn�?? sagði Atli Rúnar um aðferðafræði söguskrifanna.
�??Svo er stiklað á stóru í sjötíu ára sögu. Við byggðum á efnisramma og aðferðafræði sem stuðst var við í afmælisriti sem búið var og dreift í hvert hús hér í bæ í tilefni sexugsafmælis VSV, en fórum lengra með þá hugmynd og sökktum okkur dýpra í viðfangsefnið.
�?að hefði verið hægt að taka annan pól í hæðina, búa til dæmis til myndaalbúm um fólkið og Vinnslustöðina �?? nóg er til af hráefni í slíkt albúm frá Sigurgeiri Jónassyni, Adda í London og fleirum.
Við hefðum líka getað haft að leiðarljósi að fjalla um Vinnslustöðina sem hluta af samfélaginu í Vestmannaeyjum og sýnt fram á með dæmum hvaða áhrif það hefur ef Vinnslustöðinni líður ekki vel og vegnar illa og svo hvaða áhrif það hefur á samfélagið þegar félaginu vegnar vel og því líður vel. Við sjáum til dæmis skarpar andstæður að þessu leyti í sögu félagsins bara á síðustu tveimur áratugum eða svo.
Enn einn möguleika má nefna og hann er sá að skrifa aðallega átakasögu VSV. �?á er ég ekki bara að vísa til reiptogsins í hluthafahópi félagsins á allra síðustu árum. �?að hefur oft gengið miklu meira á í félaginu og í kringum það.
Strax árið 1952 var til dæmis ákveðið í forystu Vinnslu- og sölumiðstöðvar fiskframleiðenda að víkja einum stofnanda félagsins og stjórnarmanni fyrstu árin úr félaginu fyrir að halda rekstrarlega fram hjá félaginu með því að leggja afla sinn inn annars staðar. �?að var brot á félagssamþykktum. Sá brottrekni sætti sig ekki við þessa niðurstöðu og niðurstaðan varð sú að hann var áfram í félaginu.�??
Unnið af vsv.is
Vel heppnað og gott framtak
Um bókina er það að segja að hún er bráðskemmtileg, þar sem myndir og texti koma sögunni vel til skila. Hún er vel sett upp og kryddið er sögur fólksins sem þarna hefur unnið og vinnur enn. Gott framtak hjá Vinnslustöðinni og faglega unnið eins og við má búast úr hendi Atla Rúnars.