Hátt í 70 manns lögðu leið sína í Eymundsson nú á dögunum til að hlusta á upplestur úr barnabókinni Nálu – riddarasögu eftir Evu �?engilsdóttur. Á meðan gestir sötruðu heitt súkkulaði las höfundur söguna og Eyjapeyinn Martin Eyjólfsson sýndi myndir úr bókinni. Nála hefur hlotið mjög góðar viðtökur og er nú á metsölulista Eymundsson.
�?egar Eva bauð gesti velkomna sagði hún meðal annars að það hefði ekki komið til greina annað en að sigla til Eyja og lesa upp. Ekki aðeins vegna sælla endurfunda heldur líka þar sem Nála – riddarasaga væri ævintýri og eins og hvert mannsbarn vissi gerðust undurfögur ævintýri í Eyjum �?? og vísaði þar í texta Árna úr Eyjum.