Í gær breyttist Höllin í sannkallaða flugeldabingó-miðstöð þegar handknattleiksdeild ÍBV stóð fyrir árlegu flugeldabingói. Viðburðurinn var vel sóttur og margir mættu til að spila, skemmta sér og hitta vini og kunningja.
Að vanda voru glæsilegir flugeldapakkar í vinninga sem gerðu stemninguna enn skemmtilegri fyrir alla þátttakendur. Flugeldabingóið er mikilvæg fjáröflun fyrir starfsemi handknattleiksdeildarinnar og hefur viðburðurinn fest sig í sessi sem einn af hátíðlegu punktum á jólahátíðartímanum í Eyjum.
Flugeldabingóið hefur verið haldið árlega um jól og er ávallt einstaklega vel sótt. Þátttakendur hafa tækifæri til að spila bingó á venjulegu spjaldi og ber keppnin með sér bæði spennu og hluti gesta vinnur flugelda sem gleðja viðtakendur inn í nýja árið. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum og smellti meðfylgjandi myndum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst