Undirbúningur þriggja virkjana í neðri �?jórsá hefur staðið í nokkur ár og nú hefur Landsvirkjun hafið undirbúning að útboði við verkið. Urriðafossvirkjun er stærst þessara þriggja fyrirhuguðu virkjana en virkjunin og lónið munu liggja innan marka þriggja sveitarfélaga. Mörk Flóahrepps og Ásahrepps eru í miðri �?jórsá en stöðvarhús og frárennslisgöng eru fyrirhuguð í Ásahreppi. Efri hluti lónsins er svo innan marka Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Flóahreppur varð til við sameiningu þriggja hreppa í fyrra, þeirra á meðal var Villingaholtshreppur. Hreppsnefnd þess hrepps hafði gert tillögu að aðalskipulagi sem gerði ráð fyrir virkjuninni. Við sameininguna varð til ný sveitastjórn sem hefur aðra afstöðu. Á fundi sínum í gær var samþykkt að leggja fram til kynningar drög að aðalskipulagi sem gerir ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun.
Skráð á stokkseyri.is: Björn Ingi Bjarnason
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst