Flugeldaverð óbreytt hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja
Þakklætisvottur til bæjarbúa fyrir stuðninginn
29. desember, 2025
Adólf Þórsson félagi í Björgunarfélagi Vestmannaeyja með Vestmannaeyjatertuna fyrir framan sig.

Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að hækka ekki verð á flugeldum milli ára. Að sögn Adólfs Þórssonar, umsjónarmanns flugeldasölu hjá félaginu, er ákvörðunin meðvituð og ætluð sem þakklætisvottur til bæjarbúa fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt félaginu í gegnum árin.

Aðspurður hvernig flugeldasalan gangi í ár segir Adólf að salan fari jafnan rólega af stað, líkt og fyrri ár. „Mesti þunginn kemur alltaf á síðustu tveimur dögunum. Það er augljóst að fólk vill halda í hefðina og um leið leggja sitt af mörkum til félagsins. Við stöndum klár með okkar fólk á flugeldamarkaðnum svo allir fái eitthvað við sitt hæfi til að sprengja,“ segir hann.

Ákvörðunin um að halda verðinu óbreyttu var tekin með bæjarbúa í huga. Aðspurður um ástæðuna segir Adólf að félagið hafi viljað gera eitthvað sem skilaði sér beint til fólksins í bænum. „Bæjarbúar hafa staðið með okkur í gegnum árin – í raun frá 1918 – og við viljum sýna það í verki. Með því að halda verðinu óbreyttu viljum við segja: takk fyrir stuðninginn. Verðið í Eyjum er að mestu leyti undir eða sambærilegt því sem gerist á höfuðborgarsvæðinu.“

Stuðningur bæjarbúa skiptir starfsemi Björgunarfélagsins miklu máli. Aðspurður segir Adólf hann vera algjörlega lykilatriði. „Þetta er félag sem byggir á samstöðu og þátttöku sjálfboðaliða sem vilja aðstoða sitt nærsamfélag. Flugeldasalan er ein af mikilvægustu tekjuleiðunum okkar og styður beint við allt það öryggis- og björgunarstarf sem við sinnum allt árið.“

Tekjurnar af flugeldasölunni nýtast samkvæmt Adólfi meðal annars til viðhalds búnaðar, endurnýjunar tækja, þjálfunar og almenns reksturs félagsins. „Þetta er ekki bara eitthvað sem er gott að hafa – þetta er nauðsynlegt til þess að við getum brugðist hratt og örugglega við þegar á þarf að halda, bæði á sjó og á landi,“ segir hann.

Spurður hvort hann telji að það skipti fólk máli að vita að verð hækki ekki og að með því sé verið að þakka bæjarbúum, segir Adólf svo vera. „Í Eyjum hefur alltaf verið sterkur samstöðukraftur. Þegar fólk kaupir flugelda hjá BV er það í raun að styðja við sitt eigið öryggi og sitt samfélag.“

Að lokum vill Adólf senda bæjarbúum sérstakar þakkir. „Ég vil bara þakka innilega fyrir stuðninginn. Þetta félag hefur verið hluti af samfélaginu í yfir hundrað ár og það er vegna þess að Vestmannaeyingar hafa staðið með okkur. Við vonum að fólk komi, kíki við og finni að þetta er ekki bara flugeldasala, þetta er samstaða og þakklæti.“


Opnunartímar flugeldamarkaðar Björgunarfélags Vestmannaeyja

29. desember: 13:00–22:00
30. desember: 10:00–22:00
31. desember: 09:00–16:00

Þrettándinn: 13:00–19:00

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.