Fór húsavillt við þjófnað

Maður hafði samband við lögreglu og greindi frá því að borvél hefði verið stolið frá honum og hann hefði séð hana auglýsta á Barnaland.is.

Lögregla fór til þess sem hafði auglýst borvélina. Hann viðurkenndi að hafa farið inn í fyrirtæki í Þorlákshöfn og tekið borvélina. Ástæðuna kvað hann þá að fyrirtækið þar sem borvélin var skuldaði honum peninga. Maðurinn greindi svo frá því að í ljós hefði komið að borvélin hefði ekki hentað í verkefni hans og svo hitt að hann hefði uppgötvað að hann hefði farið húsavillt. Aðilinn sem á að hafa skuldað manninum var í næsta húsi við hliðina.

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.