Foreldrar hvattir til að yfirfara samfélagsmiðla barna sinna
Upp hefur komið mál í Vestmannaeyjum er tengist svokölluðum 764 ofbeldishópi.

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara vandlega yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. Tilefnið er mál sem hefur komið upp í Eyjum sem tengist svokölluðum 764 ofbeldishópi.

Umræddir hópar geta borið mismunandi nöfn, en eiga það sameiginlegt að nota börn í annarlegum tilgangi. Samskiptin fara fram í gegnum samfélagsmiðla og leiki sem eru með spjall möguleika inn á. Reynt er að hafa áhrif á börn og unglinga, meðal annars með því að ginna þau til kynferðislegrar hegðunar, ofbeldisfullra athafna, sjálfsskaða, glæpahegðunar og í verstu tilfellum til sjálfsvígs.

RÚV hefur fjallað um starfsemi þessara hópa undanfarna daga og vakið athygli á hættunum sem þeim fylgja, umfjöllun má finna hér.

Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að taka þessum viðvörunum alvarlega. Foreldrar eru beðnir um að skoða samfélagsmiðla barna sinna með gagnrýnu hugarfari og fylgjast með hvort eitthvað sé óvenjulegt eða grunsamlegt.

Ef eitthvað slíkt kemur upp eru forelrar eru hvattir til að hafa tafarlaust samband við lögregluna í Vestmannaeyjum eða við Barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja. Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á netfangið barnavernd@vestmannaeyjar.is

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.