„Seinna lundarallinu lauk seint í gærkveldi. Frábærar fréttir frá Vestmannaeyjum!“ Svona hefst facebook-færsla á síðu Náttúrustofu Suðurlands. Þar segir jafnframt að árið í ár sé jafn gott ár og 2021, sem er það besta í viðkomu á þessari öld. Þau eru þó ekki eins, færri fuglar urpu nú (ábúð 76% egg/holu), en hámarks varpárangur (91% eggja eru nú stórar pysjur) vegur muninn upp. Þær fljúga á svipuðum tíma og árið 2021, “á eðlilegum tíma”, segir í færslunni.
Staðfestir þetta sögur lundakarla um mikið flug lundans í sumar og að hann sé að bera síli í pysjuna af miklum móð. Það er því von um betri tíð og vísbendingar um breyttar og hagstæðari aðstæður í sjónum fyrir sílið sem er aðalfæða lundans.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst